Bílaþvottur

Við hlið dekkjaverkstæðis Hölds er vel búin bílaþvottastöð. Þar er að finna góða aðstöðu fyrir þrif og bón á öllum gerðum bíla. Allt kapp er lagt á vönduð vinnubrögð og aðeins eru notuð hágæða hreinsiefni og bón.

Fjölbreytt þjónusta er í boði í bílaþvottastöð Hölds. Bæði er boðið upp á handþvott og bón sem og þvott og bón í bílaþvottavél. Alþrif þar sem allur bíllinn er tekinn í gegn og djúphreinsun á sætum eru einnig vinsælir kostir meðal viðskiptavina okkar.

Komdu með bílinn til okkar meðan þú sinnir erindum eða verslar á Glerártorgi og keyrðu heim á glansandi hreinum og fínum bíl.

Verðskrá þvottastöðvar