Vinningshafar í eigendaleik Kia

 

Heppnin var með Elisabeth Jóhönnu Zitterbart og Stefáni Lárusi Karlssyni á dögunum en þau voru dregin út í eigendaleik Kia. Þau skráðu sig í eigendaleikinn á heimsíðu Kia eftir að hafa keypt nýjan Kia Picanto á bílasölu Hölds.  Alsæl með nýja bílinn og vinninginn halda þau til Rússlands að sjá Ísland spila við Nígeríu í Volgograd þann 22. júní.

 

Ingimundur Ingimundarson hjá bílasölu Hölds, afhenti þeim gjafabréfið og smelltum við mynd við tilefnið.

 

Við óskum þeim Elisabeth og Stefáni góðrar ferðar og skemmtunar á leiknum  - Áfram Ísland!