Frumsýnum Kia Stinger og Kia Stonic

 

Komdu við og kynntu þér Kia Stinger og Kia Stonic.

 

Föstudaginn 20.apríl frá kl. 13-18 og laugardaginn 21.apríl frá kl. 12-16

Á laugardag verður alvöru kaffihúsastemning og bjóðum við upp á ilmandi Illy kaffi.

 

Kia Stinger er urrandi kraftmikill Gran Turismo, fjórhjóladrifinn, 370 hestöfl og keppir við þá öflugustu á markaðnum. Hann geislar af sjálfstrausti og fær þá hörðustu til að snúa sér við, sérstaklega þegar vélin lætur til sín taka. Með þessum einstaka bíl setur Kia sér ný viðmið í hönnun og framleiðslu.

 

Kia Stonic er sportlegur borgarjepplingur, hlaðinn staðalbúnaði, með AEB árekstrarvörn, 17" álfelgum, hita í stýri og sætum, bakkmyndavél, sjálfvirka loftkælingu og margt fleira.

 

Þú verður ekki svikinn af þessum.

Komdu við á bílasölu Hölds og reynsluaktu KIA.