Tjónaskoðun

Lentir þú í tjóni?

Fyrsta skrefið er að panta tíma í tjónaskoðun hjá okkur. Við erum vottað Cabas verkstæði og framkvæmum óháð tjónamat. Tjónamat tekur að jafnaði um 10 mínútur en getur tekið lengri tíma sé um umfangsmikið tjón að ræða. Matið sendum við tryggingafélaginu ásamt myndum. Tryggingafélögin taka sér að jafnaði einn til tvo daga í að vinna úr matinu áður en niðurstaða liggur fyrir.

Samþykki tryggingafélags þarf að liggja fyrir áður en viðgerð hefst. Algengt er að um sjö dagar líði frá því að tjónaskoðun fer fram þar til að bíll er tekinn inn til viðgerðar. Ef panta þarf varahluti erlendis frá getur það tekið allt að þrjár vikur. Bíllinn verður þá skrifaður inn til viðgerðar um svipað leiti og varahlutirnirnir berast.

Sé um kaskótjón að ræða verður að greiða fyrir sjálfsábyrgð kaskótryggingar þegar bíll er sóttur að lokinni viðgerð.

Á meðan viðgerð stendur

Við útvegum þér að sjálfsögðu bílaleigubíl meðan viðgerð stendur. Ef um ábyrgðartjón er að ræða greiða tryggingafélögin fyrir afnot af bílaleigubíl á meðan viðgerð fer fram. Þegar um kaskótjón er að ræða þá er réttur til afnota bílaleigubíls ólíkur milli tryggingafélaga, hafðu samband við þitt tryggingafélag fyrir frekari upplýsingar.

 

Nánari upplýsingar fyrir tjónþola varðandi afnot af bílaleigubíl sem greiðast af tryggingafélagi:

  • Leigutaki þarf sjálfur að fá staðfest frá viðkomandi tryggingafélagi / verkstæði að hann eigi rétt á bílaleigubíl, sem og dagafjölda.
  • Leigutaki ber ábyrgð á bifreiðinni á leigutíma samkvæmt leiguskilmálum.
  • Innifalinn er 100 km akstur á dag og kaskótrygging (CDW) með sjálfsábyrgð. Valkvæðar viðbótartryggingar lækka sjálfsábyrgð enn frekar.
  • Bílaleigubílar eru afhentir með fullan tank af eldsneyti og ber leigutaka að skila bifreið þannig að leigu lokinni.
  • Tryggingafélög greiða fyrir leigu á minnstu gerð bíla í A flokki meðan á eðlilegum viðgerðartíma stendur.
  • Leigutaki er ábyrgur fyrir greiðslu á þeim dögum sem ekki fást samþykktir hjá viðkomandi tryggingafélagi.
  • Tryggingafélögin greiða ekki fyrir bílaleigubíl ef bið er eftir varahlutum eða ef óeðlilegar tafir verða á viðgerð.


Panta tíma í tjónaskoðun